12 mar. 2015

Vísindadagur OR og ON

Við höfum verið beðin um að koma á framfæri Vísindadegi OR og ON sem haldinn er þann 20. mars nk. þar sem kynnt eru hin ýmsu rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki fyrirtækjanna eða samstarfsaðilum.  Á meðal umfjöllunarefna verða CarbFix og SulFix verkefnin við Hellisheiðarvirkjun, áhrif gossins í Holuhrauni á neysluvatn, fegurð jarðhitasvæða og greining fíkniefna í skólpi. Þar sem svo skemmtilega vill til að tunglið gengur fyrir sólu þennan sama morgun byrjum við daginn á morgunkaffi á 6. hæðinni á Bæjarhálsinum. Þaðan má ganga út á verönd og fylgjast með, við verðum með sérstök sólmyrkvagleraugu fyrir gesti.  Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er að finna á vefsvæði OR.